Sjónþroski barna á sér stað allt frá fæðingu til uþb 10 ára aldurs.Til að þróa fullgóða sjón verður skýr mynd að falla á sjónhimnuna þannig að sjónin nái

Sjónlagsgallar

Sjónþroski barna á sér stað allt frá fæðingu til uþb 10 ára aldurs.
Til að þróa fullgóða sjón verður skýr mynd að falla á sjónhimnuna þannig að sjónin nái að þroskast eðlilega.

Fjærsýni:
Við fjærsýni getur sjónin verið óskýr bæði nálægt og í fjarlægð. Til að reyna að ná fullri skerpu breytir maður ómeðvitað formi augasteinsins með accommodation. Þá eykst áhættan á skjálgi inn á við. Fjærsýni má leiðrétta með plúsgleraugum. Væg fjærsýni er algeng meðal barna og lagast oft að sjálfu sér með aldrinum.

Aldursfjærsýni:
Stigvaxandi erfiðleikar við að sjá nálægt sér frá 40-45 ára aldri. Með árunum minnkar geta augasteinsins til að breyta um form og minnkar þar með getuna til að accommodera. Eftir því sem fjærsýnin eykst með aldrinum þeim mun erfiðara verður að lesa í eðlilegri fjærlægð og við verðum að færa textan frá okkur. Augnþreyta eykst líka með þessu. Þetta ástand má bæta með lesgleraugum. Styrkur gleraugnanna fer eftir sjónlagi fólks í grunninn – en algengast hjá réttsýnum (emmetrop) einstaklingi er 40-45 ára +1.0 til +1.5, 45-50 ára +1.5 til +2.0. 50-55 ára +2.0 til +2.5. Frá 60 ára +2.5 til +3.0.

Nærsýni:
Nærsýnir sjá ver frá sér. Yfirleitt gerir nærsýni fyrst vart við sig hjá börnum á skólaaldri og eykst svo fram til tvítugs. Hún getur þó byrjað fyrr og farið vaxandi með aldrinum. Nærsýni tilkomin á efri árum getur verið merki um ský á augasteini eða of háan blóðsykur.
Nærsýni er leiðrétt með gleraugum með mínusstyrk.

Sjónskekkja:
Orsakast yfirleitt annað hvort af ójöfnum í hornhimnu eða augasteini, sem valda óskýrri mynd. Þetta leiðréttir maður með cylinderlaga glerjum.

Svæði

  • Tæki og tól
  • Gleraugu og tæki
  • Gleraugu