Áður fyrr var það stór hluti af starfi augnlækna að mæla sjón og ávísa gleraugum væri þeirra þörf. Þó að sjónlagsgallar (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja)

Hvað gerir augnlæknir ?

Áður fyrr var það stór hluti af starfi augnlækna að mæla sjón og ávísa gleraugum væri þeirra þörf. Þó að sjónlagsgallar (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja) séu nógu hvimleiðir teljast þeir ekki vera eiginlegir sjúkdómar í augum heldur er um að ræða byggingargalla á auganu eða aldurstengda breytingu á sjón. 

Vissulega er mæling á sjón enn hluti af starfi augnlækna en í dag er greining og meðhöndlun augnsjúkdóma orðin mun stærri hluti starfsins.

Sem dæmi  má nefna sýkingar í augum, augnskekkjur, ský á auga, gláku, aldursbundan rýrnun í augnbotnum, skemmdir í augnbotnum af völdum sykursýki, sjúkdóma í heila sem hafa áhrif á sjón og þannig má lengi telja.

Með hækkandi meðalaldri þjóðarinna fer tíðni aldursbundinna sjúkdóma vaxandi og hratt vaxandi tíðni sykursýki veldur einnig vissum áhyggjum.

Mælt er með að allir sem haldnir eru sykursýki fari reglulega í augnskoðun. Þeir sem eru á insulinsprautum árlega en þeir sem eru á töflum annað hvert ár sem viðmiðun en síðan er bilið milli skoðana lengt eða stytt eftir ástandi augnbotnanna.  Tilgangur eftirlitsins er að greina sykursýkisskemmdir í augnbotnum áður en þær ná að skaða sjón og meðhöndla þær t.d. með leysigeislum eða lyfjum. Með því móti má draga mikið úr sjónskerðingu og blindu af völdum sykursýki.

Efni tekið af síðu Augnlæknafélags Íslands.

Svæði

  • Tæki og tól
  • Gleraugu
  • Gleraugu og tæki